:: Hleypidómar Hjörleifs - Opinies praeiudicatae ::

:: heim | tölvupóstur ::
[::..blaðurskjóður með lífsmarki..::]
:: kötturinn [>]
:: læðan [>]
:: kanzlarinn [>]
:: sjonni [>]
:: ljós-gíslinn [>]
:: geira dróttinn [>]
:: hákarlinn [>]
:: stebbi[>]
:: kristinn már [>]
:: helga baldvins bjargar [>]
:: mæja [>]
[::..blaðurskjóður í dauðateygjunum..::]
:: gunni [>]
:: kjartan vídó [>]
:: jedi [>]
[::..minnisvarðar genginna blaðurskjóða..::]
:: jón hákon [>]
:: heiðar & fríða [>]
:: gill hawks [>]
[::..aðrar áhugaverðar síður..::]
:: sus [>]
:: andríkið [>]
:: alltaf gaman í garðabænum [>]
:: vertu hægra megin [>]
:: tíkin [>]
:: vantar þig legur eða hjöruliðskrossa? [>]
:: allt sem þú þarft að vita um kvikmyndir [>]
[::..einkunnagjöf..::]
öll einkunnagjöf er samkvæmt afbrigði kattarins af penguin kvarðanum
[::..nýjustu aðsóknartölur..::]

síðan 1. febrúar 2004
[::..eldri hleypidómar..::]

:: þriðjudagur, janúar 25, 2005 ::

Átjánda endurkoma...
Hleypidómanna er nú orðin að staðreynd. Raunar hafa góðar ástæður legið að baki blaðursleysi undanfarinna vikna. Undirritaður hefur einfaldlega ekki nennt þessu. En gífurleg andagift hellist nú allt í einu yfir undirritaðann þannig að hann getur ekki látið lyklaborðið í friði. Eins og Múhameð Alí forðum daga, geta Hleypidómarnir hangið ansi lengi í köðlunum án þess að fara niður í strigann. En nú er komið fram í 8. lotu og spurning um að leyfa köðlunum að hvíla sig aðeins.

Svo bregðast krosstré...
sem önnur tré. Það er orðið æði dapurlegt ástand í blaðurheimum eftir að Kötturinn hætti að berja lyklaborðið. Vonandi er þetta þó aðeins undirbúningur fyrir endurkomu ársins í blaðurheimum. Undirritaður er allavega ennþá í afneitun, og getur ekki ímyndað sér blaðurheima án litla bróður.

Árið 2005 byrjar...
einstaklega vel hjá undirrituðum. Fyrr í mánuðinum var haldið í víking suður í álfur. Einkar ánægjuleg för það. Árið 2005 verður gott ár, en svo segir undirrituðum hugur.

Þegar þetta er ritað...
er hálfleikur í landsleik Íslendinga og Slóvena suður í Túnis. Þrátt fyrir að vera ekki landsins mesti aðdáandi handknattleiksíþróttarinnar lét undirritaður sig hafa það að horfa á fyrri hálfleikinn, þótt enn eigi eftir að koma í ljós hvort hann hafi úthald fyrir þann síðari. Eitt er það orðatiltæki sem íþróttafréttamennirnir nota stíft, en Hleypidómarnir hafa aldrei skilið, en það er þegar menn "stimpla sig inn". Af lýsingunum má skilja sem svo að því fylgi einhver ógurleg ánægjutilfinning að stimpla sig inn. Nú hefur undirritaður unnið á vinnustað þar sem stimpilklukka var til staðar, en hann minnist þess aldrei að hafa fengið einhvers lags fullnægingu á morgnana þegar hann stakk kortinu sínu ofan í apparatið. Honum þótti þvert á móti mun ánægjulegra að stimpla sig út síðar um daginn.

Að framansögðu...
er líklega best að stimpla sig út að svo stöddu.
:: Hjörleifur Pálsson 8:05 e.h. [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?