:: Hleypidómar Hjörleifs - Opinies praeiudicatae ::

:: heim | tölvupóstur ::
[::..blaðurskjóður með lífsmarki..::]
:: kötturinn [>]
:: læðan [>]
:: kanzlarinn [>]
:: sjonni [>]
:: ljós-gíslinn [>]
:: geira dróttinn [>]
:: hákarlinn [>]
:: stebbi[>]
:: kristinn már [>]
:: helga baldvins bjargar [>]
:: mæja [>]
[::..blaðurskjóður í dauðateygjunum..::]
:: gunni [>]
:: kjartan vídó [>]
:: jedi [>]
[::..minnisvarðar genginna blaðurskjóða..::]
:: jón hákon [>]
:: heiðar & fríða [>]
:: gill hawks [>]
[::..aðrar áhugaverðar síður..::]
:: sus [>]
:: andríkið [>]
:: alltaf gaman í garðabænum [>]
:: vertu hægra megin [>]
:: tíkin [>]
:: vantar þig legur eða hjöruliðskrossa? [>]
:: allt sem þú þarft að vita um kvikmyndir [>]
[::..einkunnagjöf..::]
öll einkunnagjöf er samkvæmt afbrigði kattarins af penguin kvarðanum
[::..nýjustu aðsóknartölur..::]

síðan 1. febrúar 2004
[::..eldri hleypidómar..::]

:: föstudagur, nóvember 19, 2004 ::

Skuldir í dag, skattar á morgun...
hefur lengi verið slagorð Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Líklega væri við hæfi að uppfæra það í skuldir í gær, skattar í dag, eftir nýjasta útspil err-listans. Fyrir þá Reykvíkinga sem halda að þetta geti ekki versnað fyrst að útsvarið í gettóinu er komið upp í löglegt hámark, þá skulið þið hugsa ykkur tvisvar um! Örvæntið ekki, err-listinn mun alveg pottþétt finna nýjar leiðir til að skattpína ykkur, rétt eins og þegar holræsaskatturinn var lagður á hér um árið. En hei, lítið á björtu hliðarnar, þið munið örugglega fá stærri flugeldasýningu en nokkru sinni áður á næstu menningarnótt! Og þá verður nátturlega allt í gúddi aftur, er það ekki?

Tímasetning skattahækkananna...
hjá sósíalistunum er annars vel útpæld. Ríkisstjórnin er í þann mund að lækka tekjuskattinn og afnema eignaskattinn, þannig að vonandi mun pöpullinn ekkert taka allt of mikið eftir því þótt útsvarið og fasteignagjöldin hækki. Svo vill líka svo heppilega til að verið er að hækka laun grunnskólakennara, þannig að hægt er að kenna þeim um allt. Það hljómar svo miklu betur heldur en að tala um margra tuga milljarða skuldahala. Árni Þór gat reyndar ekki annað en viðurkennt að það þyrfti nú líka að fara að greiða niður skuldirnar, en það var nú samt bara eitthvað aukaatriði.

Ekki heyrist mikið...
í hagfræðisnillingnum Don Alfredo um þessar mundir. Undirrituðum varð sérstaklega hugsað til hans þegar í fréttum nú kvöld var sagt frá því að þessi nóvembermánuður væri sá kaldasti í meira en heila öld. Síðast þegar að það hlýnaði í veðri fannst Doninum tilvalið að hækka gjaldskrá orkuveitunnar. Er þá ekki tilvalið að lækka gjaldið aftur þegar það kólnar í veðri? Eða er kannski nú þegar búið að grafa alla peningana sem fengust með síðustu hækkun niður í jörð með ljósleiðarakerfinu? En þar liggja víst allir milljarðarnir sem horfið hafa í hyldýpi Orkuveitunnar samkvæmt skýringum Donsins, sama hvort þeir hurfu í risarækjueldi, Tetra-ævintýri, Línu-neti, eða við einhverja aðra iðju.

Mikið er nú gaman...
að búa í Garðabænum þegar maður horfir upp á ástandið í gettóinu. Annars trúi ég því hreinlega ekki að íbúar gettósins muni kjósa þetta lið yfir sig enn eina ferðina, eftir alla vitleysuna sem er í gangi þarna, og sem hefur sjaldan verið jafn áberandi og núna undanfarið.

:: Hjörleifur Pálsson 7:18 e.h. [+] ::
...
:: sunnudagur, nóvember 14, 2004 ::
Stórgóð grein...
birtist á sus.is núna um daginn. Það má búast við því að einhverjar fleiri greinar eftir undirritaðann detti þarna inn í framtíðinni, þannig að það er um að gera fyrir áhangendur Hleypidómanna að fylgjast líka grannt með sus.is, enda alveg hreint fyrirtaks vefrit þar á ferð.

Það var athyglisvert...
að fylgjast með baráttunni innan error-listans um borgarstjórastólinn. Charles heitinn Darwin snýr sér örugglega við í gröfinni ef hann fréttir af þessu. Einhvern veginn hefur þessu fólki tekist að skapa umhverfi þar sem öfugur Darwinismi þrífst. Einhvern veginn hefur þeim tekist að skapa nýtt lögmál sem kalla mætti upp á engilsaxneska tungu "survival of the unfittest". Í stað þess að sá hæfasti sigri í samkeppninni, ræður ótti allra við að einhver annar sé í betri stöðu en þeir sjálfir því að valinn er sá veikasti. Þannig geta allir smákóngarnir verið nokkuð sáttir, því að þótt þeir sjálfir hafi ekki unnið, þá vann allavega enginn annar smákóngur heldur. Þegar betur er að gáð er þetta í raun og veru sósíalisminn í hnotskurn. Allir hafa það jafnskítt af því að enginn getur unað öðrum þess að hafa það hugsanlega aðeins betra, og því kannski ekki skrítið eftir allt saman að sossarnir í error-listanum hafi komist að þessari niðurstöðu. Já, og svo getur maður ekki hætt að röfla um error-listan án þess að óska þeim til hamingju með að hafa tvisvar á sama kjörtímabili haft borgarstjóra sem hefur neyðst til að segja af sér. Nú hafa borgarstjórar oft sagt af sér áður, en aldrei fyrr hafa þeir neyðst til þess vegna trúnaðarbrests og hneykslismála, líkt og nú hefur tvisvar gerst hjá error-listanum, og það á mettíma. Vissulega afrek það!

Hleypidómarnir...
hafa ekki blaðrað mikið síðustu daga, sem hefur án efa valdið aðdáendum þeirra nokkrum áhyggjum. Hleypidómarnir deila þeim áhyggjum vissulega með aðdáendum sínum. Í hvert skipti sem dagur líður hjá án þess að Hleyidómarnir stingi niður penna, á samfélagið það á hættu að verða af miklum menningarlegum og andlegum verðmætum. Hver veit hvenær undirritaður slysast til að segja eitthvað af viti? Hver veit hvenær listagyðjan ákveður að flengja undirritaðann með sprota sínum, svo að úr verði tær list? Hver veit nema að sú list kunni að verða ódauðleg og verða komandi kynslóðum ómetanlega verðmæt? Eftir að hafa gefið að mestu upp á bátinn störf sín sem kvikmyndagagnrýnandi og minnkað tölvuleikjanotkun sína hefur vissulega gefist meiri tími til blaðurs, eins og áður hefur komið fram á síðum Hleypidómanna, en það virðist bara ekki vera nóg. Undirritaður neyðist enn sem áður til þess að mæta í vinnuna á hverjum morgni virkra daga, og það er farið að hafa alvarlega heftandi áhrif þroska hans sem listamanns. Ef samfélagið myndi borga undirrituðum fyrir að sitja heima allan daginn og einbeita sér að listsköpun sinni, gæti hann framleitt marga kílómetra af röfli í hverjum einasta mánuði. Líkindafræðilega séð hlýtur að koma að því að eitthvað sem nálgist list skjóti upp kollinum, eitthvað algjörlega ómetanlegt! Ja, það er allavega alveg örugglega einhver fræðilegur möguleiki á því! Maður hlýtur því að spyrja sig; er samfélagið tilbúið að hætta á að tapa þessum verðmætum að eilífu? Viljum við virkilega taka þá áhættu? Viljum við búa í samfélagi þar sem að hugsanlega ómetanleg meistaraverk deyja ófædd á hverjum einasta degi? Við vitum öll að svarið er nei! Ritstjórn Hleypidómanna skorar því á Alþingi Íslendinga að veita sér listamannslaun hið fyrsta, landi og lýð til heilla.

Og að lokum heilræði...
til þeirra sem kunna að þurfa að ferðast einir með leigubíl endrum og eins. Nú býr undirritaður í Garðabænum en flestir vinir og kunningjar hans búa í gettóinu. Það kemur því fyrir, þegar undirritaður skellir sér í sollinn í gettóinu, að hann tekur leigubíl einsamall heim á leið, ef áfengi hefur verið haft um hönd þá um kvöldið. Kæru lesendur, þegar þið lendið í slíkum aðstæðum, umfram allt, setjist aldrei í framsætið! Leigubílstjórar virðast túlka það sem ótvírætt merki um að þú viljir tengjast þeim djúpum vináttu- og tilfinningaböndum, að þú viljir ræða um allt milli himins og jarðar við þá, kryfja síðasta spaugstofuþátt með þeim, svo ekki sé nú minnst á veðrið, og deila helstu sorgum og sigrum lífsins með þeim, og það allt á nokkurra mínútna ferðalagi! Nú er undirritaður vel upp alinn drengur, og svarar ávallt af kurteisi og gerir sér jafnvel upp áhuga á umræðuefni því er viðkomandi leigubílstjóri bryddar upp á í það skiptið, svona til að særa ekki manngreyið og til að forðast neyðarleg augnablik höfnunar og sárinda sem geta óneitanlega setið í fólki, en sekkur þá auðvitað bara enn dýpra í kviksyndið. Kortersferðalag úr miðbænum og yfir í Garðabæinn getur orðið að jafn þjáningarfullu ferðalagi og hjá dæmdum mönnum á leið í gúlagið, með þeirri stóru undantekningu þó að á leiðarenda bíður frelsið en ekki meiri þjáning. Af einhverjum ástæðum slysast undirritaður samt stundum til að skella sér í framsætið, síðast fyrir nokkrum dögum síðan, algjörlega án hugsunar, en iðraðist þess um leið og dyrunum hafði verið skellt, og bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa klikkað á svona grundvallarlögmáli sem er löngu sannað. Ef til vill eru þetta ekki ný sannindi fyrir lesendum, eða ef til vill er undirritaður bara svona andfélagslegur, en megi hann hundur heita ef hann klikkar á þessu aftur. Kæru lesendur, veljum aftursætið! Það er svo miklu öruggara og þægilegra, og kemur í veg fyrir pínlegar og þjáningarfullar félagslegar uppákomur.
:: Hjörleifur Pálsson 11:20 e.h. [+] ::
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?